Majorica perlur eru spænskar og framleiddar á eyjunni Mallorca. Þær hafa verið leiðandi vara á spænska perlu- og skartgripamarkaðnum um árabil. Aðalverksmiðja fyrirtækisins er yfir 100 ára gömul. 
Majorica eru unnar úr lífrænu efni sem unnið er úr fiskihreisti sem þúsundir sjómanna safna saman. Úr fiskahreistrinu er unnin dýrmætur vökvi sem síðan er notaður til að mynda þá húð sem umlykur perlurnar. 
Fyrir hverja perlu er búinn til sérstakur kjarni úr muldum Opal steini og á hann er festur  einhverskonar títiprjónn sem síðan er komið fyrir á stórum sívalningi sem er dýft ofan í vökvann sem hér var lýst að ofan. Smám saman myndast húð sem utan um kjarnann og úr verður Majorica perla. Húðunin tekur allt að 8 vikur og á meðan hún stendur yfir eru perlurnar handpússaðar með reglulegu millibili til að tryggja fullkomnun hverrar perlu.